Eðlilegt er að greiða ríkisstjórnarflokkunum atkvæði, ef menn eru 1) fylgjandi hraðvaxandi stéttaskiptingu í landinu, 2) fylgjandi forgangi útgerðaraðalsins að auðlindum hafsins, 3) fylgjandi fleiri orkuverum á ósnortnum víðernum landsins, 4) fylgjandi hrikalega hárri og áhættusamri ríkisábyrgð handa bandaríska fyrirtækinu deCode, sem verður afgreidd eftir kosningar, og 5) fylgjandi undirlægjuhætti stjórnvalda gagnvart nýrri heimsvaldastefnu Bandaríkjanna, sem einkum beinist gegn smáríkjum.