Amnesty hefur harðlega gagnrýnt, að Bandaríkin hafa lengið haldið 13-15 ára börnum frá Afganistan í fangabúðum í Guantanamo-flóa í trássi við alþjóðalög. Þau hafa ekki aðgang að lögmanni og hafa vita ekki, hvort þau verða einhvern tíma ákærð fyrir eitthvað eða endalaust lokuð inni. Fangabúðir þessar eru alræmdar, enda hafa 17 fangar gert samtals 25 tilraunir til að svipta sig lífi. Kunnugt er, að geðveikur forseti Bandaríkjanna hafnar því alfarið, að ærulaust ríki hans þurfi að fara eftir alþjóðlegum sáttmálum um meðferð stríðsfanga og meðferð borgara í hernumdum löndum. Kunnugt er, að fyrir utan Sómalíu eru Bandaríkin eina ríkið í heiminum, sem ekki hefur samþykkt sáttamála Sameinuðu þjóðanna um barnavernd. Amnesty segir alla framgöngu Bandaríkjanna í máli þessu vera “gersamlega viðurstyggilega”. Frá þessu segir Oliver Burkeman í Guardian.