Colin Powell í kuldanum

Punktar

Svo ískalt er sambandið milli stríðsmálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, að Colin Powell utanríkisráðherra og fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu eru ekki einu sinni boðnir, þegar stríðsmálaráðuneytið heldur hanastél fyrir sendiherra smáríkjanna, sem studdu árásina á Írak. Maureen Dowd skrifar í New York Times um kalda stríðið milli ráðuneyta, þar sem annars vegar menn vilja stjórna heiminum með ógnunum, árásum og ofbeldi og hins vegar með samningum, hófsemi og fordæmum. Höfundurinn telur, að George W. Bush forseti hafi tekið afstöðu með hinum ofbeldishneigðu, stríðsmálaráðuneytið stjórni utanríkismálunum og að Colin Powell sé úti í kuldanum.