Lýðræði með fyrirvara

Punktar

Stríðsmálaráðherra Bandaríkjanna segir, að nú verði komið á fót lýðræði í Írak. Jafnframt segir hann, að ekki komi til mála, að þar verði klerkastjórn. Þar sem meirihluti kjósenda í landinu er strangtrúaður, þótt fátt sé um sálmaskáld á borð við strangtrúaðan ráðherrann, er tæplega til önnur lausn á málinu en sú, að kjörskrá hins nýja lýðræðisríkis takmarkist við þá trúarofstækismenn, sem sitja hinar frægu bænastundir með ráðherranum í bandaríska stríðsmálaráðuneytinu.