Innheimt eftir kosningar

Punktar

Augljóst er, að einhverjir munu eftir kosningar telja sig eiga inni stóra greiða hjá stjórnmálaflokkum. Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn auglýsa hver fyrir sig í kosningabaráttunni fyrir tugmilljónir króna umfram það fé, sem fræðilega er hugsanlegt, að þeir geti aflað sér hjá gjöfulu og heittrúuðu stuðningsfólki. Sumir milljónagefendur vænta velþóknunar í einkavinavæðingu og aðrir geta hugsað sér að fá 20 milljarða króna ríkisábyrgð. Allt gengur þetta út á að misnota tök stjórnmálanna á atvinnulífinu. Spilltustu öflin í stjórnmálunum standa svo auðvitað fastast gegn auknu gegnsæi í fjárhagstengslum stórfyrirtækja og stjórnmálaflokka.