Bandaríski sendiráðsmaðurinn í Aþenu, sem sagði af sér til að mótmæla stríðsæstri utanríkistefnu Bandaríkjanna, John Brady Kiesling, skrifar langa grein í Boston Globe um aðdragana ákvörðunarinnar. Hann lýsir því, hvernig gamlir Ameríkuvinir í Grikklandi snerust vegna Íraksmálsins og hvernig Grikkir, sem voru kunningjar hans, vildu ekki lengur tala við hann. Hann skrifar um heiftarlega reiði almennings í garð Bandaríkjanna og viðbjóðinn, sem persóna og orðfæri George W. Bush vekur hjá venjulegu fólki í Grikklandi. Hann telur, að núverandi utanríkisstefna muni valda Bandaríkjunum stórfelldu tjóni. Hann telur, að Bandaríkin verði að læra af örlögum heimsvelda fortíðarinnar, áður en það verður orðið of seint.