Töpuðu á stríðinu

Punktar

Martin Woollacott telur í Guardian, að Bandaríkjastjórn hafi tapað á stríðinu gegn Írak. Fyrirstaða hafi aukizt um allan heim, allt frá Vestur-Evrópu og Rússlandi til Norður-Kóreu og ríkja Íslams. Með tilraunum til handafls gegn fyrri bandamönnum sínum á meginlandi Evrópu hafi Bandaríkin misst stjórn á þeim og muni ekki geta fengið þá til að taka þátt í stríðskostnaði. Það komi sér verr fyrir Bandaríkin en aðra, að Atlantshafsbandalagið sé lamað og muni ekki taka þátt í friðargæzlu í Írak. Bandaríkjastjórn sé veikari á alþjóðavettvangi en hún haldi og sé fær um að veikja sjálfa sig enn frekar í skjóli ranghugmynda sinna um áhrifamátt sinn í heiminum.