Evrópa er mótvægi

Punktar

William Pfaff segir í International Herald Tribune, að ýmis ríki á meginlandi Evrópu muni ekki sætta sig við hlutverk hundsins í samskiptum við Bandaríkin, þótt Bretland hafi gert það. Bandaríkin séu kófdrukkin af ímyndunum um almætti sitt og heimti skilyrðislausa hlýðni bandamanna sinna. Gamla Evrópa sé hins vegar of gamalgróin og of öflug menningarlega og efnahagslega til að láta valta yfir sig. Evrópusambandið muni fyrr eða síðar neyðast til að taka að sér hlutverk borgaralegs mótvægis við of þröngt hernaðarlega sinnuð Bandaríki og taka að sér að verja stefnu jafnvægis í alþjóðlegum samskiptum.