Samfylking og stýrimennskan

Punktar

Mörgum hlýtur að vera óbærileg tilhugsun, að hinn geðstirði forsætisráðherra og fulltrúi sérhagsmuna verði samtals við völd í sextán ár. Eina leiðin til að hindra það er, að forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar taki við af honum eftir kosningar. Að vísu er lítið hald í Samfylkingunni í málum auðlinda hafs og hálendis, en með réttum samstarfsflokkum í ríkisstjórn ætti jákvæð þróun þeirra mála að vera trygg næstu fjögur árin.