Kamal Ahmed vitnar í Observer í ýmsa sérfróða menn, sem telja, að Tony Blair sé með lausa skrúfu trúarlegs eðlis. Eins og George W. Bush telji hann sig ekki fyrst og fremst hafa umboð fólksins í landinu, heldur drottins allsherjar sjálfs. Blair sé að upplagi eins og bandarísku sjónvarpsprédikararnir. Lausa skrúfan hans felist í trúnni á hreinleika fullyrðinga sinna og áætlana, þótt hann hafi verið margstaðinn að lygum, einkum í Íraksmálinu. Lausa skrúfan felist líka í trúnni á óhjákvæmilegan sigur sjónvarmiða sinna. Forsætisráðherrum beri hins vegar að starfa á grundvelli kaldrar rökvísi. Illa fari, þegar þeir telji sig ríkja í umboði guðs fremur en þjóða. Þannig ríktu kóngarnir “af guðs náð” í gamla daga og það fór illa.