Giles Tremlett og Julian Borger segja frá því í Guardian, að erfiðlega gangi að manna hernámsliðið í Írak. Pólland átti að stjórna einum af þremur svæðunum og leggja til 1500 manns, en nú vill það ekki vera með, nema Bandaríkin borgi og Sameinuðu þjóðirnar samþykki. Spánn átti að leggja til 1500 manns á brezka svæðinu, en vill nú ekki taka þátt í að bæla niður uppþot. Honduras og Nicaragua áttu að vera með Spáni, en vilja nú, að Spánn borgi. Chile og Argentína vilja nú aðeins vera með, ef Sameinuðu þjóðirnar samþykki. Búlgaría átti að senda 450 manns og vill nú, að Bandaríkin borgi. Það lítur því út fyrir, að af undarlegum samtíningi bandamanna sé það einungis brezki hundurinn, sem fylgi Bandaríkjunum skilyrðislaust að hernámi Íraks.