Gott á ykkur

Punktar

Lýðræði er svo sem ekki merkilegra en hvert annað þjóðskipulag. Ekki sýnir reynslan, að það knýi fram vilja kjósenda. Sízt af öllu leiðir það til beztu hugsanlegu ríkisstjórnar. Samt er eitt, sem gerir það nytsamlegra en önnur slík kerfi: Það er aðferð til að skipta um valdhafa án borgarastyrjaldar og blóðsúthellinga. Í lýðræðiskerfi verða stjórnarskipti, en ekki kollsteypur eins og í öðrum tegundum þjóðskipulags. Kjósendur ráða svo, hvenær og hveru oft þeir vilja nota tækifærin til að skipta um valdhafa og hvenær þeir vilja áfram draga sinn djöful fremur en að fá sér nýjan. Niðurstaða kosninganna í dag verður því í öllum tilvikum þessi: Gott á ykkur.