Sigurtap og tapsigur

Punktar

Ekkert gerðist í alþingiskosningunum í gær.Allt verður eins og áður var. Flestir bjöllusauðir skiluðu sér heim á stekk. Niðurstöður kosninganna voru í fyrsta lagi, að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði, en ríkisstjórn hans hélt velli, og í öðru lagi að Samfylkingin vann, en náði ekki að velta ríkisstjórninni. Flestir fengu eitthvað út úr kosningunum, en ekki það, sem þeir vildu helzt. Stjórnarflokkarnir halda áfram samstarfinu og munu stjórna með svipuðum hætti og verið hefur. Kjósendur fá þá ríkisstjórn, sem þeir eiga skilið.