Í tilefni af ráðstefnu í London um tilfinningalíf dýra er þar í landi deilt um, hvort sum dýr hafi siðalögmál, sem til dæmis leiði til, að þau fórni sér fyrir heildina. Þau hugsi og hafi tilfinningar og eigi skilið góða meðferð. Frá þessu er sagt í fréttum BBC. Mörgum hestamönnum er ljóst, að sumir hestar eru vitrari en margir menn. Og hafi dýr siðalögmál, eru þau á æðra stigi en mikill fjöldi manna, svo sem sumt stjórnmála- og frægðarfólk.