Falsfrétt Ríkissjónvarps

Punktar

Í stíl við eindregið Bandaríkjasinnaðar fréttir Ríkissjónvarpsins frá útlöndum birtist þar í gær undarleg frétt um bandarískt kærumál á hendur Evrópusambandinu vegna erfðabreyttra matvæla. Þar kom fram sá grundvallarmisskilningur, að Evrópusambandið banni innflutning erfðabreyttra matvæla. Svo er ekki. Evrópusambandið krefst þess aðeins, að erfðabreytt matvæli verði merkt á umbúðunum sem slík og hyggst fylgja þeirri kröfu eftir með banni á ómerktum matvælum, sem hefur ekki enn verið ákveðið. Bandaríkin vilja ekki fallast á merkingar, af því að varfærnir evrópskir neytendur mundu þá sneiða hjá vörunni. Ríkissjónvarpið reyndi að láta þetta líta út eins og bann sé í gildi og það sé til að vernda evrópskan landbúnað. Elizabeth Becker skrifar um þetta í New York Times.