Mary Riddell segir í Observer, að hryðjuverkin í Ríad í Sádi-Arabíu og Casablanca í Marokko sýni, að al Kaída hryðjuverkasamtökin hafi notað tíma Íraksstríðsins til að treysta stöðu sína. Þau hafi nú 18.000 liðsmenn í 90 löndum. Þau hafi þegar náð þeim árangri, að ákveðið hefur verið að flytja bandaríska hermenn frá landinu helga, Sádi-Arabíu, og reyrt þjóðlíf Bandaríkjamanna í viðjar öryggisráðstafana, sem höggva nærri einstaklingsfrelsi þar í landi. Bandamönnum hafi mistekizt að endurreisa Afganistan og þar eflist nú Talibanar dag frá degi. Svipaðar séu horfur Íraks. Höfundurinn telur, að Bandaríkjastjórn hafi farið í stríð við Írak vegna hugmyndaskorts, henni hafi ekki dottið neitt betra í hug.