Ekkert lát er á óöldinni í Írak, af því að hernámsyfirvöld Bandaríkjanna og Bretlands hafa ekki rænu á að halda uppi lögum og reglu. Edmund L. Andrews og Susan Sachs segja í New York Times, að borgarar landsins séu farnir að sakna hins illræmda Saddam Hussein. Á hans tíma var haldið uppi ströngum aga í þjóðfélaginu, en nú er öllu stolið steini léttara. Höfundarnir segja reiði manna magnast í garð hernámsyfirvalda.