Sundruðu þjóðirnar

Punktar

Að mati Jonathan Steele í Guardian er staða Sameinuðu þjóðanna ekki eins veik og ætla mætti af opinberlega yfirlýstri fyrirlitningu Bandaríkjastjórnar á hinum sundruðu samtökum. Á móti tapi Sameinuðu þjóðanna fyrir Bandaríkjunum í Íraksmálinu kom í ljós töluverð seigla í andstöðu meirihluta öryggisráðsins. Þau 96% jarðarbúa, sem ekki eru Bandaríkjamenn, geta huggað sig við þau áhrif Sameinuðu þjóðanna, að fimm þróunarríki, sem Bandaríkin reyndu að múta og kúga til stuðnings við innrásina, létu ekki undan þrýstingi. Bandaríkin náðu því ekki meirihluta í ráðinu og fengu engan gæðastimpil á innrásina. Þessi seigla gæti haft víðtæk langtímaáhrif í alþjóðamálum.