Evrópskar stuðningsstjórnir hernaðarins gegn Írak eru auðþekktar. Samkvæmt ársskýrslu Alþjóða blaðastofnunarinnar er ástand prentfrelsis sérstaklega viðkvæmt í Póllandi og Ítalíu. Í Póllandi ofsækir ríkisstjórnin óháða fjölmiðla og reynir að koma í veg fyrir, að hún sæti gagnrýni á opinberum vettvangi. Á Ítalíu eru starfsmenn ríkisfjölmiðla reknir, ef þeir skríða ekki fyrir Berlusconi forsætisráðherra. Hann á sjálfur þar fyrir utan mikinn hluta ítalskrar fjölmiðlunar og beitir henni óspart gegn andstæðingum sínum. Hvorki Póllandi né Ítalía geta talist eðlileg lýðræðisríki, af því að almenningur hefur lítinn aðgang að óhlutdrægum upplýsingum um gang mála. Það er engin tilviljun, að þessar ríkisstjórnir eru einna helztar málpípur Bandaríkjastjórnar í Evrópu.