Í ársskýrslu Alþjóða blaðastofnunarinnar fyrir árið 2002 kemur fram, að Palestína var hættulegasti vinnustaður blaðamanna í heiminum í fyrra. Fjórir blaðamenn voru drepnir af hermönnum Ísraels, sem beinlínis gera sér leik að því að skjóta á blaðamenn eins og á starfsmenn alþjóðlegra hjálparstofnana. Margir blaðamenn voru limlestir af hermönnum Ísraels, sem ganga berserksgang á hernumdu svæðunum án þess að þurfa nokkru sinni að svara til saka. Heilar kynslóðir brenglaðra manna hafa verið aldir uppi af Ísraelsher í linnulausum ofsóknum Ísraels á hendur Palestínumönnum. Ástandið hefur einkum verið slæmt síðan fjöldamorðinginn Ariel Sharon varð forsætisráðherra Ísraels og hefur í skjóli Bandaríkjastjórnar fengið færi á að brjóta öll ákvæði Genfarsáttmála um meðferð fólks á hernumdum svæðum.