Misgóð heilbrigðiskerfi

Punktar

Franska heilbrigðiskerfið ber af öðrum að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. Í grein í Observer ber Jo Revill það saman við brezka kerfið. Franska kerfið kostar 9,9% af landsframleiðslu, en brezka kerfið 7,7% og það bandaríska 14%. Sjúkrarúm eru helmingi fleiri í Frakklandi en í Bretlandi. Biðlistar eru engir í Frakklandi, en langir í Bretlandi. Allir fá læknisþjónustu í Frakklandi, en í Bandaríkjunum bara þeir, sem geta borgað eða eru sérstaklega tryggðir. Revill segir, að frönsk sjúkrahús séu glæsileg og vel búin. Hann er alveg gáttaður á, að meira að segja maturinn þar sé góður.