Berlusconi nálgast einræði

Punktar

Ritstjóri Corriere della Sera, aðaldagblaðs Ítalíu, Ferruccio De Bortoli, var rekinn í gær fyrir að hafa árum saman farið í taugarnar á Silvio Berlusconi, sem er að verða einræðisherra á Ítalíu. Berlusconi á ýmist sjálfur ítalska fjölmiðla eða stjórnar þeim ríkisreknu, en hefur jafnframt sætt ákærum fyrir margs konar fjármálaspillingu og mútur. Eigendur Corriere della Sera hafa lengi verið beittir þrýstingi til að losna við Bortoli, sem hefur skrifað um þessi mál. Stærsti eigandinn er Agnelli fjölskyldan, sem sækist eftir ríkisaðstoð vegna taprekstrar á Fiat-bílaverksmiðjunum. Nýr ritstjóri blaðsins verður Stefano Folli, sem talinn er hliðhollari Berlusconi. Peter Popham segir frá þessu í Independent.