Útlönd skipta engu

Punktar

Ráðamenn Bandaríkjanna hafa ákveðið, að almenningsálitið í heiminum skipti ekki máli, ekki einu sinni almenningsálitið í fyrrverandi bandalagslöndum í Evrópu. Þeir reyna ekki að klæða ofbeldishneigð sína í dulbúning, heldur koma opinskátt fram með hótanir og ógnanir í garð allra, sem ekki vilja bugta sig skilyrðislaust. Þetta hefur magnað svo andstöðu álitsgjafa og almennings um allan heim, að leitun er að blaðagreinum með stuðningi við Bandaríkin. Þeir, sem áður töldust Bandaríkjavinir, hafa annað hvort skipt um skoðun eða hafa hægt um sig. Gömul inneign Bandaríkjanna á góðviljareikningi sínum hefur gersamlega þurrkazt út.