Jafntefli í Evian

Punktar

Paul Taylor hjá Reuters telur stöðuna jafna í skák Bandaríkjanna og Frakklands á G8 fundi auðríkjanna í Evian. Hvorugur hafi gefið eftir, franska stjórnin telji enn, að innrásin í Írak hafi verið ólögleg. Þótt Bandaríkin geti háð stríð ein og sér, geti þau ekki unnið friðinn ein og sér. Heimurinn sé ekki einpóla og verði ekki einpóla. William Pfaff hjá International Herald Tribune telur George W. Bush og ráðherra hans ekki skilja sögu utanríkismála. Þeir haldi sig geta breytt samráða- og bandamannakerfi vesturlanda í kerfi fyrirskipana, þrýstings og ógnana, en muni reka sig á sjálfstæðan vilja Evrópuríkja.