Robin Cook er harðorður

Punktar

Robin Cook sagði af sér embætti utanríkisráðherra Bretlands í vetur til að mótmæla fyrirhuguðu stríði gegn Írak. Í morgun skrifar hann grein í International Herald Tribune, þar sem hann ræðst óvenju harkalega gegn ráðamönnum Bandaríkjanna og Bretlands. Hann sakar þá um að hafa ráðizt á Írak á upplognum forsendum og segir raunverulega ástæðu stríðsins að finna í bandarískum innanríkismálum. Hann varar við yfirlýstum áhuga róttækt hægri sinnaðra ráðamanna í Bandaríkjunum á að ráðast næst á Íran. Hann segir þann áhuga hlaða undir erkiklerka og grafa undan vestrænt sinnuðum mönnum í valdastöðum Írans.