Kannist þið við stóru og sterku bekkjarbulluna, sem er gefin fyrir að níðast á litlum strákum í öðrum bekkjum og vill fá litlu strákana í sínum bekk til að taka þátt í ofbeldinu, annars refsi hann þeim? Þetta er nútímaútgáfan af vestrænni samvinnu. Berlusconi og Aznar, Davíð og Halldór halla sér að bullunni, samkvæmt íslenzka máltækinu: Heiðraðu skálkinn, svo hann skaði þig ekki. Svo að hann taki ekki flugvélarnar frá Keflavíkurvelli! Chirac og Schröder og Chrétien neita hins vegar að taka þátt í ofbeldinu, þrátt fyrir ógnanir bullunnar og fara þá eftir spakmæli Benjamíns Franklín: Ef við höngum ekki saman, höngum við örugglega hver í sínu lagi.