Sumt er eðlilegt og sjálfsagt af því, sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ráðleggur ríkisstjórnum, svo sem þau almæltu tíðindi, að ekki sé ráðlegt að safna of miklum skuldum. Annað af ráðgjöfinni er hættulegra, svo sem frægt er af fræðiritum, sem benda á, að sjóðurinn á höfuðþátt í yfirþyrmandi efnahagserfiðleikum ríkja á borð við Sovétríkin og Argentínu, sem hafa rambað á barmi gjaldþrots. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn keyrir á úreltri hagfræði, sem kennd er við Chicago-háskóla og felur í sér óhefta auðhyggju. Einkarekstur skóla og sjúkrahúsa er ein af kreddum þessarar úreltu hagfræði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem nóbelsverðlaunahafinn Joseph E. Stiglitz, fyrrverandi varaforseti Alþjóðabankans, tók rækilega í gegn í bókinni ?Globalization and Its Discontents?. Skynsamlegt er af íslenzkum ráðamönnum að taka ekkert mark á ráðleggingum kreddustofnunar, sem ekki nýtur lengur neinnar hagfræðilegrar virðingar eða viðurkenningar.