Í Observer í morgun skrifar Anthony Sampson langa grein um miðstýringu brezkrar utanríkisstefnu og leyniþjónustu hjá aðstoðarmönnum forsætisráðherrans í Downing Street 10. Hann upplýsir, að Alastair Campell, aðstoðarmaður ráðherra, hafi ekki einu sinni sýnt yfirmönnum leyniþjónustunnar fölsuðu skýrsluna, sem höfð var eftir þeim. Síðan rekur Sampson hvernig brezk utanríkisþjónusta er ekki lengur rekin á grundvelli upplýsinga úr utanríkisráðuneytinu, heldur á grundvelli óskhyggju í Downing Street, þar sem ferðinni ráði ekki Campbell, heldur maður að nafni David Manning.