Latir Evrópumenn

Punktar

Max Weber átti einkum við kalvínisma Skota, Hollendinga og Svisslendinga, þegar hann samdi fyrir tæpri öld kenninguna um fjárhagslega velgengni þeirra, sem eru mómælendatrúar. Vinnusemi og sjálfsafneitun kalvínista átti að hans mati að leiða til meiri velmegunar þjóða. Nú hefur sagnfræðingurinn Niall Ferguson endurvakið úrelta kenningu Weber og snúið henni upp í samanburð milli Bandaríkjamanna, sem hann segir iðna og nægjusama, og Evrópumanna, sem hann segir lata og nautnasjúka. Bendir hann meðal annars á, að Bandaríkjamenn fái lítil frí frá vinnu, en Evrópumenn mikil. Leti Evrópumanna stafi af, að þeir séu ekki lengur trúræknir. Ferguson skrifar grein í International Herald Tribune um þessa skemmtilegu, en vafasömu kenningu sína. Hann spáir, að innganga miðevrópskra þjóða í Evrópusambandið muni gera þær latar líka.