Svo virðist sem lítils sé metinn stuðningur ríkisstjórnar Íslands við svokallað stríð gegn Írak, sem í rauninni var ekki stríð, heldur fjöldamorð á óbreyttum borgurum. Sennilega hefði Ísland þurft að senda herdeild til aðstoðar við stríðið, væntanlega undir stjórn Hjálmars Árnasonar alþingismanns, til að fá áfram að njóta bandarísks setuliðs og hermangsins, sem því fylgir. Munnlegur stuðningur við stríðið átti að mati Hjálmars að gulltryggja framhald hermangsins, en hefði þurft að vera verklegur, því að ríkisstjórn Bandaríkjanna virðist ekki taka í mál að hafa flugvélar á Keflavíkurflugvelli fram á næsta ár.