Ef það hentar ríkisstjórn Bandaríkjanna að nota herflugvélar annars staðar en á Keflavíkurvelli, verða þær fluttar burt. Engu máli skiptir, hvort samið hafi verið um, að þessar flugvélar verji landið. Það er sérkenni núverandi Bandaríkjastjórnar, að hún segir sig frá samningum, ef hún telur þá hugsanlega geta heft svigrúm sitt, og gerir enga nýja samninga, sem gætu hugsanlega heft svigrúm hennar. Í hugmyndaheimi hennar ræður hún ein öllu í heiminum. Og varnarmálaráðherranum er sérstaklega uppsigað við ýmis smáríki, sem vilja upp á dekk. Bandaríkjastjórn lítur ekki á Davíð og Halldór sem bandamenn, heldur leiðinlega skósveina.