Þagað um falsanir

Punktar

Þótt skrifað sé um málið í New York Times, sem lesið er af sáralitlu broti bandarísku þjóðarinnar, er nánast engin umræða þar í landi um, að ríkisstjórn landsins fór í stríð við Írak á fölsuðum forsendum. Írak studdi ekki Osama bin Laden og átti ekki gereyðingarvopn, sem voru hættuleg Bandaríkjunum. Mikil umræða er í Bretlandi um sama efni, en bandarískir fjölmiðlar þegja nærri allir þunnu hljóði. Þögnina má hafa til marks um, að bandarísk fjölmiðlun og fréttamennska er almennt á afar lágu plani. Paul Krugman skrifar um þetta í New York Times.