Gagnslitlar flugvélar

Punktar

Þegar landsfeður okkar segja herflugvélar nauðsynlegar til að halda uppi vörnum landsins, tala þeir þvert á staðreyndir nútímans. Ósennilegt er, að okkur stafi hætta af loftárásum hefðbundins stríðs tuttugustu aldar. Meiri líkur eru á hryðjuverkum að hætti ofstopaflokka nýrrar aldar. Gegn slíkri hættu er betra að treysta á góða landamæravörzlu, einkum í borgaralegu flugi á Keflavíkurvelli. Að svo miklu leyti sem varnir eru hér, er þeim sinnt af íslenzkri lögreglu og tollgæzlu í Leifsstöð, en ekki bandaríska setuliðinu. Ef bandarísk stjórnvöld kæra sig ekki lengur um að hafa hér herflugvélar, geta þau auðveldlega rökstutt, að þær þjóni ekki lengur vörnum landsins.