Óvenju slunginn lygari

Punktar

Frá fyrstu tíð hefur mér litizt illa á Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Hann minnir mig á norskan prentvélasala fyrir 30 árum, sem var eins og engill á svipinn, en sagði aldrei satt orð, svo ég muni. Enginn getur verið eins einlægur á svipinn og Blair án þess að vera töfralyfjasali. Hingað til hafa Bretar átt erfitt með að átta sig á, að Blair er fyrst og fremst sölumaður í heimsklassa, algerlega laus við einlægni. Það er fyrst á síðustu vikum uppljóstrana um falsaðar skýrslur um Írak, að brezkir dálkahöfundar eru sumir hverjir byrjaðir að átta sig á, að Tony Blair er óvenju slunginn lygari.