Gagnslitlar herflugvélar

Punktar

Ekki er líklegt, að öryggi Íslands stafi hætta af því tagi, sem herflugvélum er ætlað að ráða við. Sovétríkin eru horfin og kalda stríðið búið. Einu ríkin, sem einhvers mega sín hernaðarlega, eru vestræn og fara varla að ráðast á okkur. Að svo miklu leyti, sem hætta er á ferðum, stafar hún af fámennum hópum ofstækismanna eða einstaklingum af því tagi, sem mundu koma hingað undir fölsku flaggi í farþegaflugi. Beztu varnir landsins felast í góðu eftirliti íslenzkra aðila í Leifsstöð fremur en í bandarískum flugvélum á Keflavíkurvelli.