Hugarórar Rambó

Punktar

Sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm, sem skrifaði bókina Öld öfganna, skrifar langa grein í Guardian um sókn Bandaríkjanna að heimsyfirráðum. Hann telur þá sókn að því leyti öðru vísi en sókn Rómarveldis, Bretaveldis og ýmissa fleiri heimsvelda sögunnar, að þau síðarnefndu stefndu ekki meðvitað að heimsvöldum. Hins vegar séu Bandaríkin að því leyti lík Sovétríkjunum sálugu og Frakklandi byltingarinnar í lok átjándu aldar, að þau telja sig vera að frelsa heiminn og gefa öðrum færi á að fylgja fordæmi sínu. Hann telur Bandaríkin ekki hafa efni á ofbeldi víða um heim og endalausum rekstri setuliðs hjá þjóðum, sem ekki kæra sig um bandaríska frelsun. Bandarískir kjósendur muni að lokum ekki hafa áhuga á að fórna efnahag sínum fyrir þessa Rambó-hugaróra, sem hafa magnað öryggisleysi í heiminum.