George Monbiot segir í Guardian í dag, að fjórar fjölþjóðastofnanir séu svo illa farnar, að þeim verði ekki bjargað. Þær séu öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, Heimsviðskiptastofnunin, Alþjóðabankinn og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn. Bandaríkjastjórn eyðilagði þá fyrstu með stríðinu við Írak og almenningsálitið í heiminum hefur snúist gegn hinum þremur, sem hafa rekið erindi hinna sterku gegn hinum veiku. Hann telur tímabært, að andstæðingar þessara þriggja fjármálastofnana láti af andstöðu við hnattvæðingu þeirra og einbeiti sér að andstöðu við ranglæti þeirra og leggur fram tillögur um, hvernig öllum þessum stofnunum verði breytt, svo að þær stuðli að réttlátri hnattvæðingu fremur en ranglátri. Hann vill, að þær striki út skuldir þróunarlanda. Ennfremur vill hann, að vald öryggisráðsins færist til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, þar sem atkvæði verði reiknuð eftir íbúafjölda og lýðræðisvísitölu ríkja.