Þjást fyrir hugsjón

Punktar

Skipuleg óbeit Bandaríkjastjórnar á Evrópu kemur fram í margvíslegum smáatriðum, meðal annars í minni þátttöku bandarískra fyrirtækja og yfirmanna bandaríska flughersins í flugsýningunni í París, sem nú stendur yfir. Mörg lítil bandarísk fyrirtæki eru háð flughernum og fylgja ábendingum hans, þótt það hafi í för með sér, að evrópsk fyrirtæki fái meiri athygli þeirra, sem koma í viðskiptaerindum á mest sóttu flugsýningu heimsins. Edward Wong segir frá þessu í New York Times. Á sýningunni var gerður stærsti breiðþotusamningur sögunnar, þegar Emirates Airlines keyptu 41 evrópskan Airbus, þar af 21 af tegundinni A380, sem á að taka 500-650 farþega. Segja má, að bandarísk fyrirtæki þjáist fyrir hugsjón eða óra Bandaríkjastjórnar.