Reykjavíkurlistinn er dauðadæmdur eftir tvö rothögg. Hið fyrra var framboð sameiginlegs borgarstjóra á vegum Samfylkingarinnar í alþingiskosningunum. Hið síðara er krafa ráðamanna í Samfylkingunni um sérstakt framboð flokksins í öllum byggðum landsins í næstu sveitarstjórnakosningum, þar á meðal í Reykjavík. Eftir þessi tvö högg skortir traust milli aðila til að berja saman Reykjavíkurlista fyrir næstu kosningar. Borgarstjórnarmenn reyna að berja í brestina, en innihald samstarfsins er gufað upp. Hér eftir hugsar hver um sig í þeim herbúðum.