>William Keegan segir í Observer, að menn hafi ekki tekið nógu vel eftir játningu hagfræðingsins Milton Friedman í viðtali við Financial Times 7. júní, þar sem hann segir: “Mónetarisminn hefur ekki heppnazt. Ég er ekki viss um, að ég mundi núna mæla eins ákveðið með honum og ég gerði einu sinni.”. Mónetarisminn hefur verið áhrifamikill í Bandaríkjunum og Bretlandi og teygði anga sína til Íslands með Hannesi H. Gissurarsyni, en nú hefur sjálfur höfundur stefnunnar dregið í land.