Í dag er einnar aldar afmæli rithöfundarins George Orwell, sem skrifaði bækurnar 1984 og Animal Farm og útskýrði, hvernig stjórnmálahugtök fara á skjön við sannleikann. Í tilefni afmælisins skrifar Geoffrey Nunberg grein í New York Times, þar sem hann sýnir meðal annars nokkur skemmtileg dæmi um Newspeak, afvegaleidd stjórnmálahugtök í ensku máli, svo sem Revenue Enhancement, Voluntary Regulation, Faith-based Initiative, Family Values og Ethnic Cleansing.