Ritstjóri British Medical Journal og þrír greinarhöfundar fagritsins mæla með daglegri pillu sex lyfja handa öllum, sem eru orðnir 55 ára eða eldri til að fækka hjartaáföllum um 80% og lengja ævi þriðja hvers manns um 11 ár að meðaltali. Sama árangri megi að vísu ná með aukinni neyzlu grænmetis og ávaxta, meiri hreyfingu og tóbaksbindindi, en óraunhæft sé að ætlast til slíks. Þeir mæla með pillu, sem felur í sér aspirín, kólesteróllyf, þrjú blóðþrýstingslyf og fólínsýru. Þeir telja hliðarverkanir vera litlar og aðeins koma fram hjá 15% notenda. Þeir kvarta í greininni yfir, að stóru lyfjafyrirtækin hafi ekki áhuga á að framleiða svona fjölnotapillu fyrir aldraða. Sarah Boseley segir frá þessu í Guardian.