John Vidal hefur í Guardian eftir David Cleary, forstöðumanni Amazon-rannsókna Bandaríkjanna, að eyðing regnskógarins af völdum landbúnaðar sé núna 30-40% hraðari en hún hefur verið. Brasilíustjórn segir að talan hafi verið 40% í fyrra. Regnskógar eru innan við 2% af yfirborði jarðar, en leggja til 40-50% af tegundum lífs, þar á meðal mikið af plöntum, sem eru uppspretta lyfja. 30% af plöntutegundum heims eru aðeins til í Amazon-regnskóginum. Regnskógar framleiða líka mikið af súrefni, sem er vörn gegn veðurfarsbreytingum, sem taldar eru munu hrjá jörðina í vaxandi mæli á næstunni.