Gleymdu eigin sögu

Punktar

Höfundur Jihad versus McWorld, Benjamin Barber, þekktasti sagnfræðingur heims á sviði miðausturlanda, skrifar grein í Observer í morgun, þar sem hann segir Bandaríkjastjórn vera að gera lýðræðissinna í Íraq að andstæðingum sínum. Hún hafi gleymt sögu Bandaríkjanna, sem sýni, að ekki sé hægt að hanna lýðræði að utan og ofan, heldur verði það að koma að innan og neðan. Með því að ákveða, að fjölmiðlar og olíuvinnsla verði í einkaeigu og taka aðrar grundvallarákvarðanir fyrir væntanlega heimastjórn Íraks, sé Bandaríkjastjórn að tryggja óvinsældir og fall lýðræðis í Írak. Barber telur klerkaveldi líklega niðurstöðu þessara mistaka.