Nató ginnt í fenið

Punktar

Búið er að ginna Atlantshafsbandalagið til að taka að sér friðargæzlu í fjarlægu Afganistan, þar sem óöld vex hratt. Ástæðulaust er að ætla, að Nató gangi þar betur en þeim, sem fyrir hafa verið og þora varla út fyrir höfuðborgina. Hins vegar skelfast ráðamenn bandalagsins tilvistarkreppu þess og bíta á krókinn, þegar þeim gefst færi á að reyna að sýna, að það hafi enn tilverurétt. Með því að hoppa út í fenið flýta þeir fyrir andláti úrelts bandalags, sem er að missa friðargæzlu á Balkanskaga í hendur Evrópusambandsins.