Dagversnandi ástand

Punktar

Andrew Murray segir í Guardian, að hernámslið Breta og Bandaríkjamanna í Írak verði óvinsælla með degi hverjum, enda kunni bandarískir hermenn aðeins að drepa fólk, ekki að verja friðinn. Engir innviðir virki í landinu, enda virðist Bandaríkjamenn ekki hafa áhuga á öðru en olíuvinnslu og einkavæðingu. Hann telur mikla hættu á, að vígaþorsti og heimsveldisþrá Bandaríkjastjórnar leiði næst til vopnaðrar árásar hennar á Íran frá Írak og Afganistan.