Merkt sem erfðabreytt

Punktar

Evrópuþingið setti í gær lög um, að selja megi erfðabreytt matvæli í Evrópu, ef þau eru greinilega merkt sem slík og ýmis ströng skilyrði uppfyllt. Bandaríkin höfðu hótað öllu illu, ef niðurstaðan yrði merking umbúða. Þau höfðu m.a. hótað málaferlum fyrir Heimviðskiptastofnuninni, sem er fremur fjandsamleg neytendum og þriðja heiminum. Evrópa lét ekki bugast. Hér eftir geta neytendur í Evrópu því sjálfir ákveðið, hvort þeir kaupa erfðabreytt matvæli eða ekki. Frá þessu segir m.a. Associated Press.