Fá ekki félaga

Punktar

Ron Synovitz segir í Radio Free Europe, að Bandaríkin eigi erfitt með að fá erlend ríki til að taka þátt í hernámi Íraks. Hann vitnar í Ian Kemp, ritstjóra herfræðiritsins Jane’s, sem segir mörg ríki upptekin við friðargæzlu annars staðar. Hann vitnar líka í aðra sérfræðinga, sem segja, að ýmis ríki séu fjarri, af því að gæðastimpil Sameinuðu þjóðanna vanti. Einn sérfræðingurinn, Andrew Moravcsik, segir, að Bandaríkin geti ekki fylgt eftir hernaðarsigrum sínum. Þegar á það stig sé komið, sé aðild Evrópu nauðsynleg. Á því hafi ríkisstjórn Bush flaskað, þegar hún lýsti frati á evrópsk sjónarmið. Þetta heitir á íslenzku að vinna stríðið, en tapa friðnum.