Evrópuþingið hefur samþykkt herta vernd flugfarþega gegn yfirbókunum, niðurfellingu flugs og seinkunum í flugi. Ef farþegar með staðfesta miða fá ekki far, ber að útvega þeim annað far og greiða þeim 250 evrur í flugi innan álfunnar og 600 evrur í flugi milli heimsálfa. Ef seinkun í flugi innan álfunnar nemur meira en 2 tímum og meira en 4 tímum milli heimsálfa, fá farþegar endurgreidda farseðla sína. Hörð andstaða flugfélaga hefur ekki borið árangur. Nýju reglurnar taka gildi að ári. Frá þessu segir í BBC.