Samsæri gegn Laxá

Punktar

Laxárdalur í Þingeyjarsýslu fer að hluta undir vatn, ef ný áform gráðugrar Landsvirkjunar um 10 metra háa stíflu ná fram að ganga. Fyrir nokkrum áratugum náðist sátt í þjóðfélaginu um að gera þetta ekki. Þá voru sett lög, sem enn eru í gildi, um að ekki megi stífla í ánni nema til verndunar Laxár. Umhverfisstofnun ríkisins er þræll Landsvirkjunar, samanber gerræði í Þjórsárverum, og hefur nú síðast fallizt á róttæk áform hennar um lagabrot og náttúruspjöll í Laxárdal. Náttúra Íslands á enga vini í stjórnsýslunni og allra sízt í rangnefndri Umhverfisstofnun ríkisins.